Heklurnar ladies choir
Kvennakórinn Heklurnar er 25-30 kvenna kór sem hélt sínar árlegu æfingabúðir í skálanum í Myrkholti í febrúar 2009. Aðstaða í skálanum var til fyrirmyndar og öll hin snyrtilegasta. Góður salur, eldunaraðstaða rúmgóð, svefnálman vel skilin frá salnum og rúmin prýðileg. Ef eitthvað ætti að nefna til bóta fyrir sönghóp, þá væri það að fá píanó í salinn og víst væri notalegt að hafa heitan pott. En.. við vorum mjög ánægðar með aðstöðuna og þökkum fyrir okkur.
Kvennakórinn Heklurnar